Skoðanakönnun

Á síðu þessari hefur verið í gangi skoðanakönnun um hvort þörf sé á að ég taki þátt í forvali fyrir næstu kosningar.  Nú þegar einungis þrír dagar eru eftir þar til könnuninni líkur eru 75% á móti því að endurnýjun verði í framlínu stjórnmálaflokka.  Ég styð þessa skoðun vef-verja einnig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Skemmtilegt að sjá hvernig þú skapar niðurstöðu úr þessari könnun Kári.

Spurt er: Er þörf fyrir MIG í pólitík?

Svarið er að meirihluti er á því að svo sé ekki.

Þú metur það að svarið sé þar með að samþykkja núverandi framlínu stjórnmálaflokka.  Það er alrangt. Svarið hefur enga fylgni við þá niðurstöðu.

Svarið þýðir einfaldlega að lesendur þessara síðu eru á því að ekki sé þörf á ÞÉR í pólitík.

Ég er ekki að segja að það sé mín afstaða, vildi aðeins árétta hvernig ætti að lesa út úr þessari könnun. Betra að skýra það fyrir þér núna áður en þú mögulega kemst á þing og byrjar að túlka aðra hluti með þessari alröngu aðferð

Baldvin Jónsson, 29.11.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband