Duglaus?

Hefði ekki verið rétt af ráðherra bankamála að blanda sér málin fyrr í stað þess að bíða eftir að vera kallaður til ráðagerða.  Það var mörgum orðið ljóst að Útrásar Adam var fluttur úr Paradís og Samfylkingarráðherrarnir gerðu sig seka um að vilja ekkert aðhafast og láta ráðherra Sjálfstæðisflokksins eina fást við málin.  Duglitlir stjórnmálamenn sem kunna sig bara í góðæri.

Nú neita sumir þeirra að taka þátt í að búa ríkissjóð  undir kreppuna með því að hagræða í sínum ráðuneytum.  Er kannski ekki búið að segja þeim að það sé skollin á banka og lausafjárkreppa.


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Sölmundarson

Ég get ekki sagt þér það ennþá, spurðu mig í febrúar.

Kári Sölmundarson, 7.12.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Kjósandi

Allur almenningur hlítur að sjá að Björgvin átti enga möguleika á að hnekkja ákvörðunum Davíðs eða Geirs. Davíð fer sínu fram í skjóli Sjálfstæðisflokksins og Geir er ónýtur pappír.

Ábyrgðin er fyrst og fremst þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn.

Eini möguleiki Björgvins til að stöðva framgöngu Davíðs var að gera hann óvígann. 

Það gerir enginn.

Kjósandi, 7.12.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Kári Sölmundarson

Hér birtist enn ein gungan sem ekki þorir að koma fram undir nafni.

Með þessum rökum sem sá nafnlausi setur fram, var þá ekki Björgvin að hirða ráðherratékkann sinn í skjóli Geirs.  Er það þannig stjórnmálamenn sem við viljum sem ráðherra.  Geir var þó farinn að vinna í málinu strax í mars þó ekki hafi tekist að komast hjá hinu ómögulega.

Kári Sölmundarson, 7.12.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband