21.1.2008 | 21:56
Góður dagur
Þetta var sannarlega góður dagur í stjórnmálum, sennilega sá besti í fjóra mánuði. Og hann var góður af mörgum ástæðum en þó sérstaklega þann þátt er lítur að Birni Inga
Björn Ingi neyddur til að viðurkenna fatakaup fyrir milljón.
Björn Ingi neyddur til að lúta í lægra haldi fyrir gamla klóka Villa.
Best var þó þegar málefnaskráin fyrir nýjan meirihluta var lesinn upp en það má segja að þar hafi verið talað frá mínu hjarta að öllu leiti nema þá helst er varðar gatnamót Kringlumýrar og Miklubrautar. Látið verður af niðurrifi Laugavegar og vonandi er árásum skipulagsyfirvalda í borginni á íbúana lokið. En það á eftir að koma í ljós.
Lifi gamli klóki Villi
20.1.2008 | 23:36
Ný Framsókn
Ég hef alltaf borið sterkar taugar til Framsóknarflokksins og komst einu sinni nálægt því að ganga til liðs við hann og kjósa. Þessar tilfinningar eiga rætur sínar í uppvaxtarár mín á Hornafirði sem voru blómatími Kaupfélagsins, bæjarfélagsins og Framsóknarflokksins á staðnum.
Í huga mér voru framsóknarmenn gott fólk enda margir frændur mínir, upp til hópa heiðarlegir og vandir af orðum sínum sem er reyndar lenska í Skaftafellssýslum. Það var ekkert glamúr yfir Kaupfélagsstjórunum, þeir tóku sitt hlutverk alvarlega og sama gilti um aðra stafsmenn í því ágæta félagi. Það get ég fullyrt að þeim hefði aldrei dottið til hugar að kaupa sér jakkaföt á kostnað félagsins. Þið sjáið að ég set samansem merki milli Kaupfélagsins og Framsóknarmanna því þannig var það, þetta var sama fólkið. Oftast frekar gamaldags og alltaf fyrirsjáalegir
En nú er öldin önnur, helstu vonarstjörnu Framsóknarflokksins er ekki treystandi fyrir horn og í hnífabelti hans vantar mörg blöð. Pólitísk víg hefur hann framið langt út fyrir eigin flokk og líkin liggja um alla framboðslista.
Þetta er ekki Framsóknarflokkurinn sem ég þekkti og eitt er víst, Bingi hefði aldrei orðið Kaupfélagsstjóri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2008 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2008 | 00:43
Hvaða björg
Ég velti því fyrir mér í hvaða björg Björn Ingi vill ganga.
Einhversstaðar verða illir að vera!
Björn Ingi úr Framsóknarflokki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2008 | 15:02
Óskeikulir bankamenn
Var að horfa á viðtal við Eirík Guðnason Seðlabankastjóra útskýra afstöðu bankans gagnvart umsókn Kaupþings um að færa reikninga sína í evrur. Ég verð að segja að hann var mjög sannfærandi og rökin góð, þ.e. að Seðlabankinn geti ekki tryggt Kaupþing lausafé ef slíkt þrýtur í annarri mynnt en íslenskri krónu. Bankastjórar Kaupþings hljóta að hafa velt þessu fyrir sér og því væri ágætt að heyra þeirra svar við þessum punkti. Það hefur nefnilega komið fram að hluti af hárri einkunn bankanna hjá matsfyrirtækjunum er geta Seðlabankans og ríkisins til að koma þeim til aðstoðar ef lausafé þrýtur.
Er sjálfsbyrðingsháttur bankamanna sem einu sinni voru íslenskir (þeir búa jú flestir í London) svo mikill að þeir telji sig óskeikula og að þeim muni ávalt takast að fjármagna sig sama hvað gengur á í heiminum.
15.1.2008 | 11:14
Aftur af stað
Ég er að reyna að koma mér aftur af stað í blogginu en gengur hægt, hef fullt af skoðunum á mönnum og málefnum sem engin vill heyra og því er rétt að setjast niður og skrifa stutt blogg.
Hinn nýi meirihluti í borginni virðist ætla efna allt í málefnaskrá sinni, ekki neitt! Ég sem íbúi miðborgar varð strax var við það þegar nýi meirihlutinn tók við. Mál sem skipulagssviði var sagt að geyma voru rifinn upp úr skúffum til að þóknast verktökunum sem öfugt við það sem menn halda eiga meira inni hjá Samfylkingu en Fálkum. Það skyldi þó ekki vera þannig að hin stóru og dýru prófkjör Fálka valdi því að stjórnmálamennirnir skuldi í raun færri aðilum greiða en í þrjúhundruð manna forvali Vinstri G.
Hundrað og einn er eitt stærsta hverfi borgarinnar, samt er umræðan alltaf þannig að þar séu bara skemmtistaðir, verslanir og hótel en viti menn í lok árs tvöþúsund og sex bjuggu þar fjórtánþúsund og sexhundruð manns. Ég efa að þetta fólk búi á hótelum. Stór hluti af íbúunum býr í húsum sem arkitektar á skipulagssviði Reykjavíkurborgar elska að hata og vilja rífa sem mest af þessum kofum", flest þetta fólk þykir bara nokkuð vænt um húsin sín og hugsar vel um þau, sumir mjög vel. Er ekki bara allt í lagið að segja við framtakssama Íslendinga sem vilja byggja, gjörið þið svo vel, það verður bara að líta alveg eins út.
28.11.2007 | 23:04
Ég var hlunnfarinn hér um daginn
Ég vissi ekki að ég "ætti rétt á" bleikum frotte-samfestingum síðast þegar ég átti erindi á spítala. Stelpan sem ég fór til að hitta þar hafði lítið af fötum með sér og ég kom því með flíkur á hana. Ég var því hlunnfarinn um bleikan samfesting merktan Þvottahúsum Ríkisspítalanna.
Ástæðan fyrir því að ég átta mig á þessu er fyrirspurn Kolbrúnar á Alþingi um bleika og bláa samfestinga. Ég gruna að flestir séu eins og ég og komi með flíkur með sér á spítalann þegar hitta á litlar stúlkur eða stráka og nema Kolbrún ætli að skipta sér að því hvernig ég klæði mínar stúlkur þá er þetta ekki neitt sem truflar. Eða var fyrirspurnin til Björns Bjarnasonar!
Þetta er sannarlega lúxusvandamál og brýnt að hampa því að þetta sé alvarlegt vandamál. Þetta var ekki fyrirspurn um að það vantaði samfestinga heldur hvernig þeir væru ættu að vera á litinn. Ég held að fátt staðfesti það betur að við höfum það gott á Íslandi þegar þingmenn koma með þvílíkar fyrirspurnir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 23:00
Uppfærslublogg
Ég er hef verið algjörlega andlaus þessar síðustu vikur og mun taka stutta pásu frá stjórnmálanöldri þar til andinn mætir á ný. Ég er þó ekki hættur.
24.5.2007 | 15:00
Kom eða fór kvótinn?
Hvort er kvóti að fara frá Hrísey eða til Flateyrar.
Þarna sést hvaða kostum þetta kvótakerfi er búið, kvótinn leitar þangað þar sem eru dugmiklir útgerðar menn. Ekki þekki ég til þess sem seldi en hann hefur getað losað um fjárfestingu með því að selja og greitt upp skuldir og endurfjárfest í öðrum hlutum.
Nýr smábátur til Flateyrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2007 | 09:48
Stefnuskrá Ríkisstjórnar
Það hefur eitthvað verið kvartað undan hvað ég er léttur og geri grín, hér kemur alvarleg úttekt.
Ég er mjög ánægður með stefnuyfirlýsingu Bleikjunnar, hún er góð samsuða úr stefnum flokkana svona "best of". Þarna er inni áframhaldandi stöðugleiki í efnahagsmálum, sjávarútvegsmálum, það verður ekkert stopp í stórframkvæmdum og áfram verður unnið að lækkun skatta. Ekki verður stór stefnubreyting í utanríkismálum þó nýjum herrum fylgi nýir siðir.
Hlúa á sérstaklega að hinu nýja hagkerfi og efla fjárfesta og neytendavernd. Ég hef alltaf verið talsmaður styrkra eftirlitsstofnana enda eru þær forsenda einkarekstur á fákeppnismörkuðum eins og við munum alltaf búa við í okkar litla samfélagi. Allt á hinn besta veg og ekki líklegt að hagvöxturinn minnki í bráð.
Ég sagði það á fjölmörgum stöðum í undirbúningnum að þessar kosningar myndu ekki snúast um tekjuhlið ríkissjóðs heldur útgjaldahliðina, að hin ýmsu "félagslegu" mál væru orðin aðkallandi og þá sér í lagi málaefni aldraðra. Ég treysti Jóhönnu ágætlega til að þróa þar úrræði sem blíva en um leið er ég hræddur um að hún slaki of á klónni gagnvart öðrum hópum og öryrkjum eigi eitthvað eftir að fjölga.
Samgöngumál voru líka ofarlega á blaði, ef ekki efst, af því sem kjósendur vildu sjá átak í og vona ég að Kristján M sjái út fyrir sitt landshorn. Ég trúi því að næsta vegaáætlun verði ekki miðuð við að leysa vanda einstakra byggða heldur verði lögð áhersla á framkvæmdir sem nýtist flestum.
Landbúnaðarráðuneytið er eina ráðuneytið sem ég hefði frekar vilja sjá í höndum Samfó en þó er klárlega kostur að það sé sameinað Sjávarútvegsráðuneytinu. Maður eins og Einar K sem klárlega með rétta prófílinn hefur að ég veit best engan áhuga á landbúnaði annan en að borða afurðirnar og mun því nálgast málefnið sem neytandi en ekki sem bóndi. Einar hefur yfirburðarþekkingu á sjávarútvegsmálum og þarf ekki að eyða miklum tíma í að kynna sér þau mál. Þó er hætt við að lyktin á biðstofunni breytist.
Svo eru það heilbrigðismálin þar er nú tækifæri til að koma á miklum breytingum enda er kerfið orðið ansi þreytt. Koma á inn einkarekstri og hleypa inn aðilum sem reka heilbrigðisstofnanir í hagnaðarskini, eitthvað sem ekki hefur mátt hingað til. Gulli fær tækifæri til að sparka Alfreð út í annað sinn og ráða manneskju sem getur haldið utan um framkvæmd við nýtt sjúkrahús án þess að það fara sexfalt fram ú áætlun.
23.5.2007 | 09:23
Hvað hugsa ráðherrar
- Geir Hví fá fréttamenn ekki kvef.
- Þorgerður Landbúnaðarháskóli ohf
- Björn Þakka þér fyrir Jóhannes
- Guðlaugur Þór Þarna náði ég þér Alfreð, aftur!
- Árni fjögur ár í næsta kósakkadans.
- Einar K Byggða mjólkurkvóta á Flateyri
- Ingibjörg Dear Mr Bush.......
- Össur Sértæk Olíuhreinsistöð á Hornströndum
- Jóhanna Stjórnsýsluúttekt.
- Þórunn ha !
- Kristján Breikka Siglufjarðargöng
- Björgvin Komast í lax með KB
Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)