27.4.2007 | 11:09
Í Evrópusambandið
Ástæða fjarveru minnar úr bloggheimum er að ég er ný kominn frá höfuðborg Evrópusambandsins. Þar er nú margt betra en á Íslandi og margar ástæður fyrir okkur Íslendinga að skoða inngöngu á eftirfarni forsendum:
Veðrið: Ég hef áður skrifað um það hvað veðrið muni batna á Íslandi við inngöngu í Evrópusambandið. Nú er ég kem heim í suðaustan súldina úr tuttugu og sjö gráðum í Brussel verð ég að viðurkenna að veðrið er betra þar. Göngum í EB
Verðlag á áfengi: Þó ég sé ekki mikið fyrir áfengi, keypti ég nokkrum sinnum bjór fyrir félaga mína í ferðinni, meðalhitinn er jú hærri í Evrópusambandinu. Uppgötvaði ég hvað bjórinn er hlægilega ódýr í hinu fróma sambandi, einungis sex evrur (526 kr) fyrir lítinn bjór, þetta er auðvitað hlægilega lítið. Göngum í EB
Skattar: Á ferðalagi mínu ræddi ég einnig við nokkra vini mína sem erubúsettir í Frakklandi, voru þeir hæst ánægðir með fyrri umferð forsetakosninganna. Þeir ala með sér vonir, að með Sarkosy sem forseta, lækki skattar úr fimmtíu prósentum í fjörtíu og fimm prósent. Mér sem einlægum aðdáenda V Grænna finnst gott að borga skatta. Göngum í EB
Málefni innflytjenda: Í Evrópusambandinu er mikið betur staðið að málefnum innflytjenda en á Íslandi. Í EB þurfa innflytjendur almennt ekki að vinna eins og hér tíðkast, þeir þurfa almennt ekki að aðlagast asnalegum siðum innfæddra. Þeir fá að búa í friði í úthverfum þar sem ekki er neitt að angra þá nema einstaka bifreið sem er að brenna. Göngum í EB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Athugasemdir
Velkomin heim aftur... Þú ert að linast það er gott mál.
Páll Jóhannesson, 28.4.2007 kl. 14:41
Ég væri nú alveg til í hærra hitastig og flottari golfvelli. Getum við orðið Ítalir ef við göngum í EB.
Björn Heiðdal, 1.5.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.