Vandi Flateyrar, vandi landsbyggðar

 

Mikill er vandi Flateyringa, stærsta fyrirtæki þeirra til nokkurs skeiðs hefur ákveðið að hætta rekstri og selja frá sér eignir til að greiða niður skuldir í stað þess að fara með reksturinn í þrot.  Það er hræðilegt að byggðin sitji eftir með fá atvinnutækifæri og marga án atvinnu, öfugt við það sem var fyrir nokkrum mánuðum, hverju er um að kenna?

 

Það eru margir sem kenna kvótakerfinu um, að vegna þess geti eigendur Kambs greitt upp skuldir sínar og hætt með reisn, að vegna kvótakerfissins hafi þeir geta byggt upp kvóta sinn úr engu á um fimmtán árum, að vegna kvótakerfisins gátu þeir unnið í sínum vinnsluhúsum þrefaldan þann afla sem þeir höfðu kvóta fyrir.  Fyrir tilstuðlan þessa hræðilega kvótakerfis gátu þeir búið til atvinnu fyrir allt að eitthundrað manns og komið af stað aftur öflugu fyrirtæki í byggðarlagi í stað annars sem varð nánast gjaldþrota.

 

En það er önnur hlið á þessum pening sem sjaldan er talað um, kvótinn sem kom til Flateyrar á þessum árum, hann var tekinn annarstaðar frá.  Kannski frá Bolungarvík, Raufarhöfn, Breiðdalsvík eða öðrum byggðum í erfiðleikum, vandi Flateyringa var leystur tímabundið með því að búa hann til annarsstaðar.  Ekki áfellist ég eigendur Kambs þeir hafa staðið sig sem hetjur og hafa þurft að færa margar fórnir, persónulegar sem og í rekstrinum, þeir eru hetjur þessa kerfis, sem lærði hvernig hægt er að nýta sér það til hagræðingar fyrir alla.

 

Nú er staðan sú að eigendurnir vilja hætta enda vafalaust orðnir þreyttir eftir að róa stíft í öll þessi ár og sem betur fer einhver sem enn hefur áhuga á því að reka fyrritæki í sjávarútvegi.  Hvert fer kvótinn frá Flateyri er hægt að spyrja, jú hann fer eitthvað annað út á land til að auka veg annarrar landsbyggðar.  Þetta er hringrás atvinnulífsins, hjólin snúast.  Einu sinni var til stórt fyrirtæki sem hét Sambandið sem veitti mörgum vinnu nú höfum við KB Banka, vill einhver skipta?

 

Nú eru margir sem vilja meina að vanda landsbyggðarsveitarfélaga verði einungis leystur með því að færa þangað kvóta en hvaðan á að taka hann, annarstaðar af landsbyggðinni?  Ekki trúa þeim þegar þeir segja að vandinn liggi í kvótakerfinu, vandinn liggur í því að tæknin hefur fækkað störfum í greininni.  Það er alvega sama hvaða kerfi verður nota til að stýra veiðum það fækkar alltaf störfum vegna tækniframfara.

 

Vandi landsbyggðarinnar fellst í því að finna sér ný verkefni, því störfum í sjávarútvegi á eftir að fækka enn frekar.


mbl.is Hluti af kvóta Kambs þegar seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kári mikið til i þessu ,en vittlaust gengi og verðbolga er her stor hlutur stærri en alt sem þu nefndir/Fiskurin er seldur fyrur $ sem er vittlaust skráður!!!svo eru það lika Hvótamálin þu verður að viðurkenna það!!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 20.5.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband