Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.4.2007 | 10:19
Áfram nú.
Eftir glæsilegar sveitarstjórnar kosningar og stórgott prófkjör, hefur allur sjarmi hrunið af Fálkaflokknum í Suðurkjördæmi. Flokkurinn mælist nú einungis með 30,4% samkvæmt skoðana könnuninni sem unnin var fyrri Stöð 2 og Vinstri G á blússandi siglingu með 17,6 % frá 5 % í síðustu kosningu. Ekki er það afrekaleysið í landsmálunum eða í sveitastjórnum sem er að draga fylgið af flokknum eins og Eyþór Arnalds bendir á í sínu bloggi. Ég verð því að ítreka hvatningaorð mín til frambjóðenda að spýta í lófana og herða róðurinn, því við eigum inni allt að 40 % fylgi ef miðað er við Sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra.
Að sjálfsögðu vil ég meina að ef flokksfélagar mínir hefðu ekki hafnað mér síðastliðið haust þá væri staðan önnur!
Kæru félagar um allt Suðurkjördæmi blásið í lúðra því nú verður baráttan að fara hefjast.
Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2007 | 20:11
Úrvalið
Ég er nú að horfa á úrvalið í Íslenskri pólitík í sjónvarpinu, ég verð að segja að mér líst ekki vel á næstu fjögur ár. Ef undan er skilinn Geir Harði þá er þetta nú dapur hópur, þó jaðrar við að Jón Sig sé efnilegur. Steingrímur J, umhverfisvæni jeppaeigandinn, hefur enn ekki sýnt sitt rétta andlit, kannski er hann að nudda öxlum við hina enda er tilgangurinn að komast til valda og ekki verða Vinstri G einvald.
En ekki getur maður kosið leiðtogana eina því ef liðið þeirra er ónýtt verður lítið úr efndum. Í Fréttablaðinu var skrítinn pistill um efndir kosningaloforða stjórnaflokkana, tekið upp úr landsfundarályktunum 2003. Nú gefst fólki tækifæri til að lesa drög að landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins á netinu http://www.xd.is/ og hvet ég alla til þess. Þegar þið hafið lesið þær sjáið þið að þetta eru sennilega um tuttugu síður og erfitt er fyrir ráðherra að ná inn öllum þeim atriði sem þar eru tíunduð.
En málið er að landsfundarályktanir eru ekki plagg fyrir einsmálefnisflokk það stefna flokks sem endurnýjar sig á fjögurra til átta ára fresti. Flokk sem fylgir eftir sínum málum þó þau nái ekki í gegn á einu kjörtímabili.
6.4.2007 | 13:54
Viljum við kasta lyklinum?
Frjálslyndir brugðust við fylgistapinu á þann eina hátt sem þeir gátu, skiptu um umræðuefni, nú skal það vera innflytjendamál enda brenna þau á mörgum. Þeir bjóða upp á skýran valkost. Skipta um skrá og henda lyklinum! Nýtt Afl hefur tekið völdin í flokknum og alveg hætt að heyrast í Guðjóni A. Ég hef haldið því fram við vini og kunningja að fylgi öfgaflokks í innflytjendamálum sé sennilega tíu prósent, það er að koma á daginn. Ég get ekki sagt að hann sé öfgaflokkur til hægri því það er fátt hægri í því að vera á móti frjálsu flæði vinnuafls. Kaffibandalagið virðist halda enn þó að soyjamjólkin hafi súrnað.
Drykkjufélagar mínir af kaffihúsunum hafa ekki hitt fólk sem hefur áhyggjur af innflytjendur nema þá helst þegar þeir taka leigubíla. En þetta fólk er til og þeir eru ansi margir og sennilega fleiri en þeir sem vilja stoppa virkjun orku landsins eða er þetta kannski sama fólkið. Ég tel marga, sér í lagi eldra fólk, vera á móti nýjum stórframkvæmdum vegna þess að það kallar á fleiri nýja íslendinga og hraðari breytinga en þeir eiga að venjast. Þetta verður sennilega mitt hlutskipti að lokum.
Nú er það svo að álíka margir útlendingar búa erlendis og útlendingar sem búa hérlendis ef farið verður að tillögum Frjálslyndra er líklegt að margir þeirra verða reknir heim. Því er líklegt að laun hækki ekki mikið þó að allir íbúar EB verði sendi heim þá verður öllum íslendingum í Danmörku sendir til síns heima, viljum við fá alla landa okkar sem líkjast Stormi aftur heim (er ég þá kannski líka með Xenophobiu).
Ég mæli með að allir íslendingar lesi bókina Xenophobes guide to the Icelanders ágætt sýn útlendings á okkur mörlandann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2007 | 10:57
Ég er á móti beinu lýðræði!
Ég er á móti beinu lýðræði, ég lít svo á að á fjögurra ára fresti ráði ég fólk í vinnu til að sjá um hin ýmsu mál fyrir mig. Stundum verð ég undir og hinir fá að ráða því hver fékk djobbiðen oft er það ég enda bæði raunsær og réttsýnn, ég sé betur með hægra auganu. Ég vil síðan ekki mikið vera truflaður fyrr en eftir önnur fjögur ár (það er líka takmarkað hvað maður nennir að bera út marga bæklinga). Nú er afstaðinn hin undarlegasta tilraun í Hafnarfirði í íbúalýðræði, tilraun sem mynnti nokkuð á Sturlungaöld, þar sem frændur börðust. Margir liggja óvígir og víst að erfitt hefur verið í mörgum fermingarveislum í Firðinum þetta árið enda blóð upp um alla veggi.
Hefði ekki verið betra að við nýttum okkur hið ágæta fulltrúalýðræði og létum atvinnumönnum frændvíga það eftir að kljást. Það er auðveldara að tala um skoðanir Ögmundar með brauðtertu á disknum en að rífast við Nonna móðurbróðir um hvort ég láti Sigga frænda missi vinnuna.
Ég spyr, er einhver búinn að komast að því um hvað var verið að kjósa í Hafnarfirði? Flestir héldu að það væri verið að kjósa um hvort álverið myndi stækki, aðrir hvort áverinu skyldi lokað, enn aðrir virkjað yrði í Þjórsá, hvað var raunverulega kosið um? Er ekki kominn tími til að skoðanalausi bæjarstjórinn seigi okkur hvað það var, ég hélt um tíma að þetta snérist um hvort færa ætti veginn!
Niðurstaðan; Álverið verður stækkað, Þjórsá verður virkjuð, vegurinn verði færður, þetta var allt samþykkt fyrir lifandi löngu og kosningarnar í Hafnarfirði einungis tilraun, ekkert annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2007 | 12:26
Betra veður í EB !!
Samfylkingin er við sama heygarðshornið og trúir því að öll okkar vandamál verði úr sögunni þegar við göngum í Evrópusambandið. Ein helsta ástæðan fyrir því, að mínu mati, að Ísland gangi í EB er að meðalhitastig í Evrópusambandinu er nokkuð hærra en hér á útnáranum. Það mun hækka til muna þegar við verðum komin í lið með helstu ríkjum Evrópu, Rúmeníu og Búlgaríu. Hingað til höfum við Íslendingar borið okkur saman við hina bestu, í heilbrigðiskerfi, í menntun, í hagvexti og landsframleiðslu per mann.
Ég þekki nokkuð til í Evrópusambandinu, Frakkland best og þar er nú margt mun lakara en hér, þar á háskólamenntað fólk litla möguleika að finna sér starf við hæfi, þar eru lámarkslaun um eitthundrað þúsund og þrjátíuprósent vinnuaflans er á þeim launum. Lífeyrissjóðir landsins eru gjaldþrota eða verða það innan tíu ára, mest allur hagvöxtur sem orðið hefur í landinu er vegna sérstakra aðgerða hins opinbera til að minnka atvinnuleysi (fólk er ráðið í vinnu hjá ríkinu). Þeir eiga (ef ég man rétt) einn háskóla í topp hundrað. Heilbrigðiskerfið sem er að mörgu leiti mjög gott er að molna innanfrá vegna skorts á fjárfestingu og flytja þarf hjúkrunarkonur inn frá Spáni.
En jú víst er þar stöðugleiki sem frekar má kalla stöðnun og matvara er þar ódýrari en rafmagn og vatn er dýrara og það jafnar út sparnaðinn af ódýrum tómötum.
En það er þó tvennt sem íslendingar eiga erfitt með að toppa og það er meðalhitinn og allur þessi æðislegi matur. En hefur það eitthvað með Evrópusambandið að gera?
Ingibjörg Sólrún: Áframhaldandi útrás hlýtur að kalla á myntbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2007 | 11:49
Uppgangur Vinstri G, niðurgangur í samgöngum.
Nýjasta skoðanakönnun Capacent leiðir í ljós tilfærslu sem ég hef ítrekað bent á í bloggi mínu, frá Fálkum lýðræðis yfir til vinstrimanna í grænum sauðagærum. Mest er þetta áberandi í mínu heimakjördæmi Suður, þar sem þeir fengu 4,66 % í síðustu kosningum en er spáð nú 19,2 %, rúmlega fjórfalda fylgi sitt. Ég verð því að hvetja félaga mína að efla til hópflugs og halda okkar merkjum á lofti en um leið að bjóða upp á stefnu sem hljómar ekki virkja, virkja, virkja. Ég hef ekki orðið mikið var við félaga mína en mér sýnist þau eitthvað vera að gleyma sér.
Vegamálin virðast ekki vera það sem kjósendur hugsa um miðað við þessar niðurstöður og er það þrátt fyrir hin hörmulega slys síðustu daga. Ég vil minna á að Vinstri G stóðu í vegi fyrir öllum umbótum í Reykjavík þegar þeir höfðu eitthvað um málið að segja. En nú þarf að ráðast í að laga Suðurlandsveg frá Selfossi yfir Hellisheiði og byrja hjá Selfossi. Á fyrirlestri Ólafs Guðmundssonar Formúlu dómara hjá Guðlaugi Þór fyrir síðustu prófkjör kom fram að þessi kafli er einn sá hættulegasti, samkvæmt stöðluðu mati EuroRap, sem liggja út frá Reykjavík.
Á vestur svæði Suðurkjördæmis hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun og aukin umsvif en vegakerfið hefur ekki fylgt eftir að Reykjanesbraut undanskilinni. Ég tel að fjármunum ríkisins í vegamálum verði betur varið í að laga leiðirnar út frá Reykjavík frekar en í að færa röðina við Kringlumýrarbrautina til um 500 metra. Að sjálfsögðu á síðan að bora göng undir Lónsheiði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2007 | 09:51
Gleði - Glaumur á ferð
Spurning Draumalandsins ertu grænn eða grár? er svipuð spurning og lemur þú maka þinn oft?. Alveg sama hvernig ég svaraði væri ég stimpla mig ofbeldismann gegn náttúrunni eða gegn framþróun. Ég er hófsamur maður og neita að mér sé stillt á þennan hátt upp við vegg, ég er fjöltóna maður, er í lit! Andri Snær er farinn að líkjast meir og meir einni af sögupersónum sínum Gleði-Glaum. Viljið þið fljúga? eða að allt verði grátt aftur. Nú veit ég ekki hvort rithöfundar lesa sínar eigin bækur en hann ætta að glugga í Bláa hnöttinn og lesa hana fyrir framan spegil.
Ég verð að játa það, að í upphafi hugnaðist mér ekki sú umræða innan Fálkaflokksins að einkavæða Landsvirkjun, nú er ég þeirrar skoðunar að það sé eina færa leiðin. Að vísu verðu þá einnig að einkavæða Orkuveituna og Hitaveitu Suðurnesja til að planið gangi upp. Það þarf að styrkja verulega stjórnkerfi orkumála þannig að Orkustofnun sé sjálfstæð og lúti ekki orkufyrirtækjunum, svipað og er í sjávarútvegi með Fiskistofu og í bankakerfinu með Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Nú er það frekar svo að OS er hagsmunastofnun orkufyrirtækjanna en stjórnapparat.
Með einkavæðingu þessara fyrirtækja getur Iðnaðarráðherra verið á móti virkjunum af því að hún/hann átti ekki hugmyndina. Alveg eins og Fjármálaráðherra ypptir öxlum þegar bankarnir kvarta um stjórnsemi ríkisins á þeirra högum, gæti Iðnaðarráðherra grett sig þegar GreenEnera (verður það nýtt alþjóðlegt merki LV) kvartar undan nýrri reglugerð um hámarksnýting borholu. Gömlu góðu bankarnir hans Ögmundar sóuðu peningum okkar hinna í laxeldi, loðdýraeldi og margt fleira sem ég man ekki, því að póltíkin sagði þeim að gera það. Nú hlustar enginn banki á Ögmund en þeir eru smeykir við að fjármálaráðherra setji strangari reglur um bókhald.
Verum ekki grá eða græn verum blá!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2007 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2007 | 10:38
Hægri hælkrókur
Hægri hælkrókur var bragðið sem Geir og Jón beittu stjórnarandstöðuna í stjórnarskrármálinu. Í snilldarglímu þeirra við hinn þríhöfða örvhenta dreka lögðu þeir fram tillögu sem báðir gátu sæst á, reyndar góð að mínu viti. Þeir gátu þannig gabbað drekann til að fella sína grænu skikkju svo sást í rauðann búkinn. Ekki var það þeim til trafala að fjórða höfuðið kom úr suðurhöfum er leið á glímuna. Þarna fékk þjóðin að sjá hvað gerist ef þessir flokkar mynda ríkistjórn eftir kosningar í vor. Fyrst er haldinn blaðamannafundur þar sem líst er sameiginlegri stefnu síðan taka allir spretthlaup í sitthvora áttina.
Agnes Bragadóttir staðfesti í Morgunblaðinu það sem áhorfendum hafði grunað að stjórnarandstaðan var ekki samstíga og að Samfylkingin er ekki samfylking, ekki frekar en að Vinstri G séu eitthvað sérstaklega G.
Ég skrapp í eldhúsið á heimasíðu RÚV og hlustaði á ræðu Þorgerðar K þar sem hún taldi upp öll þau góðu mál sem Steingrímur J hafði verið á móti. Sennilega hefði ræðan orðið öllu styttri ef hún hefði einungis talið upp þau mál sem hann hefur stutt þau ár sem hann hefur setið í stjórnarandstöðu. Mér datt því í huga að taka saman nokkur mál sem Vinstri G mun leggja til komist þeir í ríkistjórn með öðrum örvhentum flokki úr "soyja latte" bandalaginu. Þjóðnýting Landsbankans, stofnanavæðing RÚV, handvirkar gengisfellingar, STOP á atvinnuskapandi verkefni, hærri skatta á bíla, hærri skatta á fyrritæki, hærri skatta á soyja mjólk, hærri skatta á rétthenta!
15.3.2007 | 11:34
Spjallað yfir uppvaskinu
Eldhúsdagsumræður fóru fram(hjá) þjóðinni í gærkvöldið. Þetta mun vera versta sjónvarpsefnið sem RÚV ohf neyðist til að senda út enda hræðilegt að selja auglýsingar strax á eftir ræðu Guðjóni A. (talaði hann?). Legg ég því til að hér eftir verði útsendingunni seinkað þar til kominn er að háttatíma svo að þjóðin hafi ekki áhyggjur að vera að missa af einhverju öðru efni.
Það heyrðist nýtt hljóð í mörgum þingmönnum stjórnarandstæðunnar, ég gat ekki betur heyrt en að þeir mærðu efnahagsástandið, þrátt fyrir að vera búnir, í allan vetur, að segja okkur hvað við höfum það skítt. Þeir eru sennilega búnir að átta sig á því að við höfum það nokkuð gott og sennilega betur en nokkur önnur þjóð. Vissulega eru nokkrir hópar sem þarf að bæta kjörin hjá og er verið að gera eins og aldraðir og öryrkjar. Hjá þessum hópum er verið að draga verulega úr tekjutengingu bóta og hækkun þeirra nokkuð sem ég hafði sem markmið í afstöðnu prófkjöri Fálkaflokksins í Suður en það voru ekki nógu margir sem tóku eftir því til að ég fengi framgengi.
Maður vikunnar er sennilega Jón Sigurðsson, hann stóð sig sérstaklega vel á móti Ingibjörgu S. (eða stóð hún sig svona illa?) og var ágætur í gær. Hann er þó í sömu vandræðum og ég í mínu framboðsbrölti að enginn tekur eftir honum. Ingibjörg er aftur í stórum vanda og ekki sérstaklega orðheppin sbr. Að tala um samviskubit kvenna sem ástæðu þess að þær fylktu sig um Vinstri G. En getur verið að hún sé farin að átta sig á því að hún muni ekki komast í ríkistjórn eftir kosningar nema með Fálkunum. Verður það ekki betra en að vera ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J. Ég er nokkuð viss um að við getum boðið henni 60/40 meðan hjá Steingrími fengi hún ekki nema 30/30/30.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2007 | 12:10
Griljón skrilljónir
Mér er nú farið að finnast umtal um upphæðir í tengslum við umferðarmannvirki vera orðnar nokkuð (Skaftfellska , þýð: óhugnanlega há). Ég er ekki alveg að skilja hvers vegna við ætlum að setja tæpa tuttugu milljarða (20.000.000.000,00) í að leysa umferðarhnútinn við Kringlumýrarbraut/Miklubraut. Það eina sem gerist er að röðin færist nokkrum metrum lengra eða verður betra að bíða neðanjarðar. Nær væri að eyða þessum upphæðum í að laga leiðirnar út úr Borginni en að byggja neðanjarðarumferðarslaufu í miðborginni. Ég hef lengi bent á þetta við fulltrúa Fálkaflokksins í Borgarstjórn við eigum jú að vera fulltrúar ráðdeildarsemi. Væri ekki nær að nota helming af þessari stóru tölu sem færi í mannvirki í að efla Strætó gefa fríar ferðir og ala upp svo sem tvær kynslóðir sem kunna og geta tekið Strætó.
Ein af lausnunum sem ég hef bent á er að á svæðinu hundraðogeinn verði öll bílastæði gjaldskyld, fyrir þá sem þar starfa og búa. Það búa tæplega fimmtánþúsund manns á þessu svæði eða aðeins færri en á Akureyri en hinsvegar starfa þar sennilega svipaður fjöldi sennilega mest í þeim menntastofnunum sem þar starfa. Á svæðinu er dýrasta fermetra verð í borginni og augljóst að bílastæði þekkja stórann hluta af nýtu byggingar og útivistarsvæði. Væri ekki nær að Háskólinn nýtti það mikla flæmi sem fer undir bíla í eitthvað annað t.d. selt eða leigt land undir hátækni-iðnað. Bílastæðir eru takmörkuð auðlind og því ekki óeðlilegt að til að stýra notkuninni að selja aðgang, ekkert er ókeypis.
Fyrir mér hefur aldrei verið samansem merki milli Frjálshyggju og einkabíls.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.3.2007 kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)