Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er hlutverk bréfberans verndað starf?

 

Mér er spurn nú á tímum útburðar áróðursbælinga sem ég og aðrir áhugamenn um pólitík standa nú í að bera út.  Þegar ég arkaði af stað í nokkrar götur í mínu hverfi í morgun og allar lúgur voru þéttaðar fyrir veðri og vindum með bæklingum og flæerum.  Kannski er aukning í notkun á pappír tilkomin af áköfum áhugabréfberum eins og mér  sem arka af stað við sólarupprás með bunka af áróðri.

 

Þetta áhugavert starf muni ég þóekki leggja það fyrir mig að atvinnu, ég stoppaði nokkuð oft í morgun og spjallaði við nágranna um daginn og vegin og pólitíkina í dag.  Ég er bjartsýnn á kosningarnar eftir eina viku, mjög margir sem ég ræða við eru harðir á því að kjósa okkur Fálkana, fólk sem ekki hefur gert það áður.  Margir sem sett hafa umhverfismálin fyrir sig ætla einnig að kjósa rétt.  Vegna þess að nú þegar allir hafa talað og sumir mikið, þá verður fólki ljóst að engin fyrirheit Vinstri G munu halda og álver á Húsavík verður að veruleka þrátt fyrir loforð jeppaeigandans og bensínháksins Steingríms J.


Sarkozy verður næsti forseti Frakka.

 

Eftir að hafa horft á sjónvarpskappræður (meira kannski langræður) milli forsetaframbjóðendanna tveggja Royal og Sarkozy í gærkvöldið er ég sannfærður um að Frakkar velja sér réttan forseta.  Það kemur líka á daginn er ég las frönsku blöðin í morgun að Frakkar eru mér sammála.  Loksins er komið tækifærið fyrir Frakka að losa sig úr vistaböndum sósíalista og sleppa lausum taumi þann gríðarlega kraft sem býr í þessari þjóð.  Hingað til hafa allir frambjóðendur verið vinstri í pólitík, jú núverandi forseti er einnig sósíalisti ef hlustað er á hann.

 

Ég og Le Figaro erum ekki sammála greiningu Morgunblaðsins að umræðurnar hafi ekki skilað  óákveðnum yfir til frambjóðendanna.  Það er augljóst af könnun Le Figaro að tveir þriðju þeirra sem tóku ákvörðun í kjölfar langræðnanna hölluðust að Sarko enda var hann sterki aðilinn.  Og allt að tíu prósent þeirra sem kusu Royal í fyrri umferð munu kjósa Sakozy í seinni umferð.


Skítalykt í fjósinu

Það er skítalykt í fjósinu en engin kúnna segist eiga hana.  Þetta er ástand sem mér finnst lýsa best Jónínumálinu (ekki Benedikts).  Ég verð að tala út úr flokkslínu og segja að mér finnst minn maður BB hafi tekið verulega niður að eltast við að þóknast ráðaherra Framsóknar sem er mjög líklega að missa vinnuna..  BB er síðan látinn svara fyrir skítalyktina þó svo hann hafi ekki átt kýrnar og gerir það reyndar með prýði.  Annar þingmaður að þessu sinni Samfylkingarinnar sem stóð hjá og er líka að hætta er varla spurð og kemst upp með það .  Ég hef aldrei skilið hví landamæraverðir úti í heimi þurfa alltaf að gaumgæfa mitt Íslenska vegabréf en skýringin er semsagt kominn, þau eru á útsölu!Crying

Í Evrópusambandið

 

Ástæða fjarveru minnar úr bloggheimum er að ég er ný kominn frá höfuðborg Evrópusambandsins. Þar er nú margt betra en á Íslandi og margar ástæður fyrir okkur Íslendinga að skoða inngöngu á eftirfarni forsendum:

 

Veðrið:  Ég hef áður skrifað um það hvað veðrið muni batna á Íslandi við inngöngu í Evrópusambandið.  Nú er ég kem heim í suðaustan súldina úr tuttugu og sjö gráðum í Brussel verð ég að viðurkenna að veðrið er betra þar.  Göngum í EB

 

Verðlag á áfengi:  Þó ég sé ekki mikið fyrir áfengi, keypti ég nokkrum sinnum bjór fyrir félaga mína í ferðinni, meðalhitinn er jú hærri í Evrópusambandinu.  Uppgötvaði ég hvað bjórinn er hlægilega ódýr í hinu fróma sambandi, einungis sex evrur (526 kr) fyrir lítinn bjór, þetta er auðvitað hlægilega lítið.  Göngum í EB

 

Skattar:  Á ferðalagi mínu ræddi ég einnig við nokkra vini mína sem erubúsettir í Frakklandi, voru þeir hæst ánægðir með fyrri umferð forsetakosninganna.  Þeir ala með sér vonir, að með Sarkosy sem forseta, lækki skattar úr fimmtíu prósentum í fjörtíu og fimm prósent.  Mér sem einlægum aðdáenda V Grænna finnst gott að borga skatta.  Göngum í EB

 

Málefni innflytjenda:  Í Evrópusambandinu er mikið betur staðið að málefnum innflytjenda en á Íslandi.  Í EB þurfa innflytjendur almennt ekki að vinna eins og hér tíðkast, þeir þurfa almennt ekki að aðlagast asnalegum siðum innfæddra.  Þeir fá að búa í friði í úthverfum þar sem ekki er neitt að angra þá nema einstaka bifreið sem er að brenna.  Göngum í EB


Ég varð undir!

 

Ég varð undir á fundi Auðlindanefndar á Landsfundi, fyrir fundi lá góð tillaga um að einkavæða öll orkufyrirtækin, einnig OR og HS.  Ég var einn á móti um fimmtíu Fálkum og leið mér nokkuð eins og rjúpa en allir Fákarnir sem sátu þarna með mér voru grænmetisætur.  En meirihlutinn réð og tillagan varð að það yrði að "skoða" einkavæðingu, átti einhver von á að Fálkaflokkurinn vildi ekki einkavæða?

 

Ég hef áður lýst yfir skoðun minni á því hvernig við best leysum deilumál um virkjanir og stóriðju þ.e. einkavæðing þessara fyrirtækja og sterkrar stjórnsýslu.   Þannig verður ráðherra ekki bæði framkvæmdaaðili og leyfisveitandi og á auðveldara með að neyta þeim sem sækja um virkjanaleyfi.

 

En svona er nú lýðræðið á fundum Fálkaflokksins flokksmenn ráða.

 

e.s.  Nú skrifaði ég bara um Fálka ;-)


mbl.is Skoðað verði að færa eignarhald á ríkis á orkufyrirtækjum til einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

aha!

Nú skil ég!

Ég er ekki á landsfundi hjá Fálkum, hann er víst á Nordica!!

Fréttablaðið, 15. apr. 2007 00:01


Baráttugleði á landsfundum

Mikil stemning ríkti í herbúðum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar á landsfundum flokkanna sem haldnir voru um helgina. Ekkert var til sparað á fundi sjálfstæðismanna sem fór fram á Hótel Nordica og aldrei hefur landsfundur samfylkingarmanna verið jafn vel sóttur en hann var haldinn í Egilshöll.

En hvað er þá í Laugardalshöll?

Ég held að blaðamenn ættu að fara oftar út úr húsi! 


Tölfræði landsfunda

Ég hef verið nokkuð hugsi um muninn á landsfundum Fálka og Samfó.  Sér í lagi er það umfangið sem ég er að reyna átta mig á.  Þegar aðalsalur Laugardalshallar er fullur (allir sitja við borð) rúmast þar fimm til sexhundruð manns, síðan eru aðrir tvöhundruð fálkar á sveimi um gangana einnig eru alltaf stór hluti út í bæ eða á ferðinni.  Það tekur Fálka samtals fjóra tíma í tuttugu mismunandi nefndum að klára ályktanir auk annarra fjögurra tíma í stóra salnum.  Samþykktir flokksins eru meira en þrjátíu síður af stefnu og hugmyndafræði.   Þarf minn flokkur að ráða sér fleiri verkfræðinga til að skipuleggja lýðræðið eða er viðmiðið skakkt.  Getur einhver frændi minn svarað eftirfarandi spurningum?  
  • Af hverju greiddu bara 131 atkvæði af 1400 sem sitja landsfund Samfylkinguna?  
  • Hvar voru hinir 1259?  
  • Hvernig komust 1400 manns fyrir í salnum þar sem landsfundurinn var haldinn?   
  • Voru klósett fyrir alla?  
Hvernig er hægt að halda landsfund “kjölfestu stjórnmálaflokks” þar sem stefnan er ákveðinn og 1400 félagsmenn  hafa skoðun á kommusetningu og viðtengingarhætti á tveim dögum? Ég kann ekki svörin við þessu en bendi á þessa frétt á mbl.is

Karlar = slæmir jafnaðarmenn?

 

Ég er eitthvað að misskilja stöðuna, mér hefur sýnst þessar konur vera að passa það að jafnaðarmenn komist ekki að.  Gekk ekki Samfylkingunni betur með skeggjaðan vinalegan karl sem leiðtoga.  Ég vil leifa mér að trúa því að þetta hafi ekkert með konur eða karla að gera heldur einstaklingana sem veljast sem leiðtoga.

 

Ef að ég hefði sagt á stórum fundi; Eina fólkið sem getur unnið verkið erum við karlar.  Þá hefði ég verið úthrópaður kvennahatari og karlremba.  Nú skortir mig orðaforða en hvað heitir það þegar kona segir sama hlutinn

 

En hvað veit ég, ég er bara karl með hátt enni og magavöðva í afslöppun.


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Fálkaþingi

 

Á landsfundi er gaman,

Þar allir tala saman

eru með og móti

en fara sáttir heim.

 

Þennan leir er gott að syngja við lag sem ungar stúlkur á leið heim af leikskólanum syngja oft.  En þannig gerast hlutirnir á Landsfundi Fálkafokksins allir hafa eitthvað að segja og geta haft áhrif á stefnu flokksins.  Sjálfur gerði ég athugasemd við texta sem einn ráðherra flokksins setti saman og hafði þar betur, landsfundarmenn fannst ég hafa rétt fyrir mér, ekki ráðherrann.  Þetta er lýðræði.  Lýðræði sem tíðkast í Fálkaflokknum, þar sem flokksmenn ákveði stefnuna og forkólfarnir fylgja henni eftir, ekki eins og tíðkast í sumum flokkum að forkólfarnir setji stefnuna og flokksmenn hlusta.  Þegar upp er staðið, hafa yfir eittþúsund manns farið yfir málefnin og náð sátt.

 

En Landsfundur er ekki bara pólitík, Landsfundur er líka einskonar ættarmót, þar sem kunningjar hittast og bera saman bækurnar um það sem á daga hefur drifið síðan þeir hittust síðast, milli þess að þeir þræta um stefnur og orðalag eða bara um kommur.  

 

Alveg svaka gaman!


Geir Hlustar á grasrótina

 

Fálkaflokkurinn tekur upp stefnu hafnaða frambjóðandans úr Suðurkjördæmi.  Vegna tímamótaræðu Geirs Haarde hef ég sett inn á framboðssíðu mína http://www.karisol.is/ auglýsingu sem birtist í prófkjörsblaði kjördæmisráðs.  Svo er sagt að forysta Fálkaflokksins hlusti ekki á grasrótina.


mbl.is Geir: Eðlilegt að ríkið tryggi öllum lágmarkslífeyri úr lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband