Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hafnað á grundvelli kynferðis!

 

Hvaða lýðræði er í því að taka konu fram yfir aðra manneskju sem náð hefur betri árangri í lýðræðinu (prófkjöri eða uppstillingu).  Manneskju sem unnið hefur dyggilega, kannski í mörg ár, í að koma sínum málefnum og karakter á kortið, til þess eins að verða hafnað á grundvelli kynferðis. Það finnst mér ekki lýðræði, þar er verið að mismuna fólki á forsendum sem hafa lítið að gera með þeirra eiginleika sem stjórnmálamenn.

 

Ég verð að vona að formaður Fálka noti ekki þessa aðferð þegar hann velur, ásamt þingflokki, sína ráðherra, heldur velji hann besta fólkið og þá sem fengið hafa til þess lýðræðislega kosningu.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi Flateyrar, vandi landsbyggðar

 

Mikill er vandi Flateyringa, stærsta fyrirtæki þeirra til nokkurs skeiðs hefur ákveðið að hætta rekstri og selja frá sér eignir til að greiða niður skuldir í stað þess að fara með reksturinn í þrot.  Það er hræðilegt að byggðin sitji eftir með fá atvinnutækifæri og marga án atvinnu, öfugt við það sem var fyrir nokkrum mánuðum, hverju er um að kenna?

 

Það eru margir sem kenna kvótakerfinu um, að vegna þess geti eigendur Kambs greitt upp skuldir sínar og hætt með reisn, að vegna kvótakerfissins hafi þeir geta byggt upp kvóta sinn úr engu á um fimmtán árum, að vegna kvótakerfisins gátu þeir unnið í sínum vinnsluhúsum þrefaldan þann afla sem þeir höfðu kvóta fyrir.  Fyrir tilstuðlan þessa hræðilega kvótakerfis gátu þeir búið til atvinnu fyrir allt að eitthundrað manns og komið af stað aftur öflugu fyrirtæki í byggðarlagi í stað annars sem varð nánast gjaldþrota.

 

En það er önnur hlið á þessum pening sem sjaldan er talað um, kvótinn sem kom til Flateyrar á þessum árum, hann var tekinn annarstaðar frá.  Kannski frá Bolungarvík, Raufarhöfn, Breiðdalsvík eða öðrum byggðum í erfiðleikum, vandi Flateyringa var leystur tímabundið með því að búa hann til annarsstaðar.  Ekki áfellist ég eigendur Kambs þeir hafa staðið sig sem hetjur og hafa þurft að færa margar fórnir, persónulegar sem og í rekstrinum, þeir eru hetjur þessa kerfis, sem lærði hvernig hægt er að nýta sér það til hagræðingar fyrir alla.

 

Nú er staðan sú að eigendurnir vilja hætta enda vafalaust orðnir þreyttir eftir að róa stíft í öll þessi ár og sem betur fer einhver sem enn hefur áhuga á því að reka fyrritæki í sjávarútvegi.  Hvert fer kvótinn frá Flateyri er hægt að spyrja, jú hann fer eitthvað annað út á land til að auka veg annarrar landsbyggðar.  Þetta er hringrás atvinnulífsins, hjólin snúast.  Einu sinni var til stórt fyrirtæki sem hét Sambandið sem veitti mörgum vinnu nú höfum við KB Banka, vill einhver skipta?

 

Nú eru margir sem vilja meina að vanda landsbyggðarsveitarfélaga verði einungis leystur með því að færa þangað kvóta en hvaðan á að taka hann, annarstaðar af landsbyggðinni?  Ekki trúa þeim þegar þeir segja að vandinn liggi í kvótakerfinu, vandinn liggur í því að tæknin hefur fækkað störfum í greininni.  Það er alvega sama hvaða kerfi verður nota til að stýra veiðum það fækkar alltaf störfum vegna tækniframfara.

 

Vandi landsbyggðarinnar fellst í því að finna sér ný verkefni, því störfum í sjávarútvegi á eftir að fækka enn frekar.


mbl.is Hluti af kvóta Kambs þegar seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar?

Hverjir verða í  Þingvallaríkisstjórninni?  Mín spá er eftirfarandi, það verða tíu ráðherrar og skiptin verða til helminga, fækkað verður ráðuneytum og Fálkar fá forseta Alþingis: 

Fyrir Fálka

  1. Geir H. Haarde
  2. Þorgerður K Gunnarsdóttir
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson
  4. Árni M Mathiesen
  5. Kristján Þ Júlíusson
Fyrir Samfó
  1. Ingibjörg S Gísladóttir
  2. Össur Skarphéðinsson
  3. Jóhanna Sigurðardóttir
  4. Katrín Júlíusdóttir
  5. Björgvin G Sigurðsson
 Forseti Alþingis verður Sturla Böðvarsson
mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir, hví hringir þú ekki?!?

Geir hefur lítið þurft á mér að halda enn sem komið er, þó er aldrei að vita nema að hann fari að hringja.  Hann var jú búinn að lofa að mynda ekki stjórn nema tala við mig fyrst en ég er því miður alltaf á faraldsfæti næstum jafn mikið og Ólafur Von Bessastaðir.  Hvar skyldi Ólafur geyma umboðið, hann hefur ekkert þurft að nota það síðan hann settist í hásætið á danska herragarðinum.   Kannski Vigdís geti sagt honum hvar hún setti umboðið.  Annars var ég að koma heim úr annarri ferð í EB að þessu sinni í Þýskalandi, þar eru engar asnalegar hraðatakmarkanir á vegum, göngum í EB. 
mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fálkar leiði áfram

Þrátt fyrir sextán ár í ríkisstjórn velur þjóðin að Fálkar muni leiða í næstu stjórn eða á kannski að orða það að vegna reynslu síðustu sextán ára velur þjóðin Fálka til að leiða.  Þjóðin sá í gegnum Vinstri G og sá að í gegnum græna litinn skein rautt ljós og það ekki fölbleikt heldur eldrautt.  En skínandi kosning fyrir þjóðina og besti kosturinn verður stjórn Fálka og Sundurfylkinguna.

 

Ef ég skoða baráttuna verð ég að játa að Sundurfylkingin átti bestu barátuna með best auglýsinga efni og skiptu um gír á hárréttu augnabliki og snéru frá því að ráðast á stjórnarflokkana og snéru sér að Vinstri G.  Fálkarnir voru venju samkvæmt með arfa slaka fjölmiðlabaráttu og hvet ég forustufálkann til að skipta út auglýsingastofunni.  Það hefur oft verið rætt í hóp okkar áhugablaðbera að við vinnum kosningar þrátt fyrir auglýsingaherferðina og það var í þetta skiptið.  Vinstri G voru með slöppustu herferðina og áttu engin svör við áróðri hinna og eru ekki sigurvegarar heldur þeir sem tapa mest frá því sem þeir áttu þó möguleika á.  Framsókn var ekki með snilldar áróður eins og þeir þurftu og áttu aldrei séns.

 

Mín orð til forystumanns Fálkaflokksins sem ég sagði við hann síðastliðna nótt.

Nú erum við búinn að bera út bæklinga fyrir þig í þrjár vikur, nú myndar þú ríkisstjórn fyrir okkur.

 


mbl.is Geir: Úrslitin kalla ekki á snöggar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstöður kl 01:30

Jiiibbíííííí

Þetta er sigur 37 prósent Smile


Kvöldið í pólitík

Ég eyddi kvöldinu í að horfa á kappræður leiðtoganna á Stöð 2.  Það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart í annar fyrirsjáanlegum þáttum sem þessum og þá helst heildar upplifunin af leiðtogunum.  Ég verð að segja að Ingibjörg kom mér nokkuð á óvart, það var létt yfir henni og hún sýndi að hægt er að vinna með henni.  Geir var sjálfum sér líkur og bar af fyrir trúveðruleika enda sá eini úr þessum hóp sem hefur áorkað einhverju öðru en að tala og vera á móti.  Það komst vel í gegn að hann er vinalegur náungi í viðkynningu en veit hvenær er rétt að hækka róminn og vera beittur. 

Annars var sjokk dagsins skoðanakönnun RÚV og Morgunblaðsins, Framsókn virðist enn og aftur ætla að komast í gegnum kosningar á vorkunnaratkvæðum.   Ég endurtek orð Geirs og minni alla á, að til tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn er best að kjósa Fálkana.  Atkvæði greidd Framsókn eða Samfylkingu tryggja ekki að þessi flokkar starfi með Sjálfstæðisflokki.


Hvað varð um grænu byltinguna?

Umhverfismál skora hvergi hátt þegar kjósendur eru spurðir um hvað skiptir þá máli þegar kosið er.  Það er nefnilega svo að íslenskir kjósendur eru nokkuð svipaðir kjósendum í öðrum löndum og velja þá til valda sem líklegir eru til að bæta lífskjör þeirra.  Það er misjafnt hvernig fólk mælir sín lífskjör en hér á Íslandi í norðan rokinu höfum við litlar raunverulegar áhyggjur af náttúrunni.  Svei mér þá ef hlýjasti Aprílmánuður í mörg ár er ekki Geir að þakka (eða kannski meira Bush) og við Íslendingar fögnum hlýnun Jarðar meir en kólnun.

Málpípur

Ég er hugsi yfir vali fjölmiðla á álitsgjöfum og hvernig fólk siglir oft undir fölsku flaggi til að koma sýnum skoðunum á framfæri.  Dæmið sem ég er með sérstaklega í huga er þegar sjónvarpsfréttir spurðu Torfa Tulinius um væntanlegar niðurstöður kosninganna í Frakklandi, viku fyrir kosningar.  Torfi sagði blákalt að Segoline Royale myndi fara með sigur af hólmi þrátt fyrir að vera nokkuð undir í skoðanakönnunum.  Hann var kynntur til sögunnar sem sérstakur fræðimaður um franskt þjóðfélag.  Nú í morgun heyrði ég þennan sama Torfa hafa orð á því að hann hefði nú orðið fyrir vonbrigðum enda var hann stuðningsmaður fröken Royale.  Hví var hann ekki kynntur til sögunnar sem slíkur fyrir rúmri viku síðan.

Fjölmiðillinn og Torfi voru ekki að hafa áhrif á innlenda atburði með slíku sjónarspili en þarna var ekki verið að koma réttum upplýsingum á framfæri.  Ég hef um það sterkan grun að oft séu hagsmunaaðilar undir skálkasjóli fræðimennsku fengnir til að lýsa skoðun í atbuðum en í stað þess að koma með fræðilega úttekt fylgja þeir einhverju "agenda" sem áhorfanda er ekki kunnugt um.

Ágæt undantekning á þessu átti sér stað í Silfri Egils um helgina þegar Guðmundar tveir voru fengnir til að hafa vit á óskyldum málum.  Náttúruunnandinn Guðmundur var upphaflega kynntur til sögunnar sem náttúruverndarsinni og hans skoðanir því skoðaðar í því ljósi.  Hagfræðingurinn Guðmundur með annars ágæta úttekt á léttum nótum um árangur og árangursleysi ríkisstjórnarinnar sagði strax að þetta væru hans skoðanir og ekki fræðileg úttekt.  Ég var nú ekki sammála Guðmundum um allt en þeir voru klárlega ekki að sigla undir fölsku flaggi og því gat ég metið málflutninginn sjálfur út frá manninum sem flutti þá.

Nú vona ég að Torfi skammi mig ekki mikið er ég rekst á hann yfir bolla af expresso doppio eða bara café.  É ber virðingu fyrir honum sem miklum frönskumanni og fræðimanni um þesslenskar miðaldabókmenntir en vona að hann leggi ekki stjórnmálaskýringar fyrir sig.


Loksins aðdáandi Friedmans til valda í Frakklandi.

Loksins verða hægrimenn í Frakklandi með leiðtoga sem er hægramegin við miðju í efnahagsmálum. Leiðtoga sem mun einkavæða, opna og hleypa líf í þetta hagkerfi sem var eitt sinn það annað stærsta í Evrópu en er nú í þriðja sæti.
mbl.is Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband